Category Archives: Tuttugasta öldin

H. C. Örsted, bein og óbein áhrif hans á Íslendinga og upphaf kennslu í eðlisfræði og stjörnufræði við Reykjavíkurskóla

Á fyrri hluta nítjándu aldar voru þær greinar, sem við í dag köllum hugvísindi, allsráðandi í dönsku skólakerfi. Raunvísindi voru almennt í bakgrunni og yfirleitt aðeins kennd þar sem aðstaða og næg þekking var fyrir hendi. Sem öfgakennt dæmi má … Continue reading

Posted in Eðlisfræði, Efnafræði, Nítjánda öldin, Stærðfræði, Stjörnufræði, Tuttugasta öldin

Örn Helgason – In memoriam

Á síðasta námsári mínu við MR, 1966-67, sá ég Erni Helgasyni eðlisfræðikennara oft bregða fyrir á göngum skólans. Ekki naut ég þó góðs af kennslu hans í það skiptið, en fljótlega fréttum við stærðfræðideildarnemar, að þar færi sprenglærður kjarneðlis-fræðingur, nýkominn … Continue reading

Posted in Tuttugasta og fyrsta öldin, Tuttugasta öldin

Þorsteinn Ingi Sigfússon – In memoriam

Ég hitti Þorstein Inga í fyrsta sinn haustið 1982, þegar við hófum báðir störf sem sérfræðingar við eðlisfræðistofu Raunvísindastofnunar, hann í þéttefnisfræði, ég í stjarneðlisfræði. Húsnæðisskortur olli því að við þurftum í fyrstu að deila skrifstofu, fyrirkomulag sem gerði öll … Continue reading

Posted in Tuttugasta og fyrsta öldin, Tuttugasta öldin

Þorkell Þorkelsson eðlisfræðingur, aðkoma hans að stofnun stærðfræðideildar og greinin um afstæðiskenninguna

Eins og fram kemur í færslunni Nútíma raunvísindi á Íslandi: Fyrstu skrefin var Þorkell Þorkelsson annar Íslendingurinn, sem útskrifaðist  með háskólagráðu í eðlisfræði. Þrettán árum áður hafði sá fyrsti, Nikulás Runólfsson, lokið prófi frá sama skóla, danska Fjöllistaskólanum (Den Polytekniske … Continue reading

Posted in Eðlisfræði, Nítjánda öldin, Stjörnufræði, Tuttugasta öldin

Öld liðin frá sólmyrkvanum mikla 1919

Víða um lönd er nú haldið upp á hundrað ára afmæli almyrkvans 29. maí 1919. Breskir vísindamenn fylgdust náið með myrkvanum og tókst að ná mælingum, sem sýndu fram á, að ljós frá fjarlægum stjörnum sveigði af leið við það … Continue reading

Posted in Eðlisfræði, Stjörnufræði, Tuttugasta öldin

Stjarnvísindafélag Íslands 30 ára

Stjarnvísindafélag Íslands var stofnað föstudaginn 2. desember 1988 og er því þrjátíu ára á þessu ári.  Hér verður fjallað um forsöguna og helstu ástæður fyrir stofnun félagsins og jafnframt sagt frá hápunktunum í sögu þess. Sögumaður var virkur þátttakandi í … Continue reading

Posted in Eðlisfræði, Stjörnufræði, Tuttugasta og fyrsta öldin, Tuttugasta öldin

Halastjörnur fyrr og nú – 3. Tuttugasta öld

Þessi færsla er sú þriðja af fjórum og framhald af tveimur fyrri færslum: Halastjörnur fyrr og nú – 1. Frá miðöldum til loka sautjándu aldar  og  Halastjörnur fyrr og nú – 2. Átjánda og nítjánda öld.   Halastjörnur í upphafi … Continue reading

Posted in Eðlisfræði, Stærðfræði, Stjörnufræði, Tuttugasta öldin

Nútíma raunvísindi á Íslandi: Fyrstu skrefin

Allt frá því að land byggðist hafa Íslendingar lagt stund á þau viðfangsefni, sem við í dag köllum raunvísindi (þ.e. stærðfræði, stjörnufræði, eðlisfræði og efnafræði). Þetta á ekki síst við um stjörnufræði og stærðfræði og hafa mörg dæmi um slíka … Continue reading

Posted in Eðlisfræði, Efnafræði, Nítjánda öldin, Stærðfræði, Stjörnufræði, Tuttugasta öldin

Upphaf nútíma stjarnvísinda og íslensk alþýðurit

Þetta veggspjald var sett upp á Vísindadegi VoNar, 25. október 2014. Það var eitt af fjórum, sem fjölluðu um sögu stjarnvísinda á Íslandi. Efni hinna hefur annaðhvort þegar verið tekið fyrir í færslum eða bíður frekari umfjöllunar.

Posted in Eðlisfræði, Nítjánda öldin, Stjörnufræði, Tuttugasta öldin

Í tilefni af sextíu ára afmæli NORDITA

Í þessum mánuði eru liðin sextíu ár frá því Nordisk Institut for Teoretisk Atomfysik (NORDITA, nú oftast ritað Nordita) hóf starfsemi sína í Kaupmannahöfn. Íslendingar voru með strax frá upphafi, eins og nánar verður sagt frá hér á eftir. Eftir … Continue reading

Posted in Eðlisfræði, Stjörnufræði, Tuttugasta öldin